Justly Pay og Orkusalan

Orkusalan var fyrsti viðskiptavinur CCQ sem fór í gegnum ferli Justly Pay og fékk jafnlaunavottun. Ferlið tók í heildina 4 mánuði, frá fyrsta skrefi að jafnlaunavottun. Elísabet Ýr Sveinsdóttir segir frá vegferðinni, Justly Pay og CCQ hjá Orkusölunni.
Elísabet Ýr Sveinsdóttir, fjármálastjóri Orkusölunnar, er gestur CCQ stundarinnar að þessu sinni. 

Elísabet Ýr tók við stöðu fjármálastjóra í júní 2021 og fékk fljótlega það verkefni í hendurnar að innleiða jafnlaunakerfi samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. 

Orkusalan hefur lagt mikla vinnu í gæðamál hjá sér og innleiddu CCQ sem gæðastjórnunarkerfi hjá sér og hafa unnið mjög flotta vinnu þar inni. 

Elísabet segir frá jafnlaunakerfinu, uppbyggingu þess með Justly Pay og notendaupplifun í CCQ. 


Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum.

Ef þú vilt vita meira um CCQ geturðu skoðað hér: https://www.origo.is/lausnir/ccq
Justly Pay og Orkusalan
Broadcast by